Fréttir

Vilborg Reynisdóttir verið formaður í tíu ár

Á síðasta aðalfundi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar var Vilborg Reynisdóttir endurkjörin formaður en hún hefur setið í því sæti síðustu 10 árin og er ekkert á förum, enda farsæll tími hjá félaginu í hennar formannstíð. Félagsmenn eru orðnir 370 og hefur fjölgað mikið enda áhugi á silungsveiði alltaf að aukast og á veiði yfirleit. Eitt helsta hryggjarstykki félagsins er Hlíðarvatn í Selvogi, sem þykir skemmtilegt veiðivatn og gjöfullt að auki.
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar fagnaði 70 ára afmæli í desember í fyrra og núna eftir covid stendur til að fagna tímamótunum á vormánuðum.

Mynd. Vilborg Reynisdóttir formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar.