„Já það styttist í að veiðisumarið hefjist fyrir alvöru og ég hlakka mikið til að það byrja veiðina núna. Ég er búinn að vera duglegur að hnýta flugur í allan vetur til að nota við veiðina í sumar“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson frá Hveragerði, sem þykir fátt skemmtilegra en að renna fyrir fisk og hnýta flugur. En hann er eins og fleiri veiðimenn óþreyjufullur að sumarið  byrji fyrir alvöru. Sjóbirtingsveiðin byrjar 1. apríl og það er ekki aprílgabb.
„Í fyrra fór ég töluvert mikið að veiða lax og silung, veiddi maríulaxinn minn í Ytri Rangá og það var gaman. Veiðin er alveg rosalega fjölbreytt sport og ég byrja að veiða silung hérna í nágrenni Hveragerðis síðasta vor, ætla til Þingvalla og á fleiri staði, jafnvel Varmá.  Mér finnst líka Hólaá hjá Laugarvatni flott veiðiá og gaman að veiða bleikjur þar, en þar veiðist líka einn og einn urriði.   Svo fer ég í lax eins og í Korpu og jafnvel víðar“, sagði Hilmar Þór í lokin, en hann hefur hnýtt margar flugur á viku, síðustu vikurnar og er ennþá að.

Mynd Hilmar Þór Sigurjónsson með maríulaxinn sinn sem hann veiddi í Ytri Rangá