Fréttir

Frábær veiði í Vatnamótum og Fossálum

Hollið sem kláraði í dag landaði 25 sjóbirtingum, þar af 3 yfir 80 cm og marga á milli 70 og 80 cm. Allgerlega geggjuð veiði hjá þeim félögum. Einn úr hópnum fékk að skreppa í Fossála og fékk strax tvo á púpuna í hinum margrómaða Túristahyl.  Það er auðséð að veiða/sleppa er að byrja að skila sér á svæðinu og verður spennandi að fylgjast með framgangi mála þar eystra.