„Veiði- og heiðursmannafélagið Skógarefil skellti sér í Gljúfurá í Húnaþingi fyrir fáum dögum. Væntingar manna voru hóflegar enda einungis 14 laxar skráðir í veiðibókina það sem af var sumri á föstudeginum og enginn í hollinu á undan. Eitthvað hreyfði þó vætutíðin um helgina við laxinum því þegar upp var staðið á sunnudeginum höfðu menn landað níu löxum og misst fimm. Hápunktur ferðarinnar var þegar aldursforseti félagsins og formaður kakónefndar Einar Valbergsson landaði vel höldnum hæng sem mældist 94 sentimetrar að lengd. Stórskemmtilegur túr.“