Fréttir

Hítará með nýjan leigutaka

Veiðimaður við veiðar í Hítará á Mýrum /Mynd María Gunnarsdóttir

Í gær var undirritaður nýr leigusamningur milli  Veiðifélags Hítarár og Grettisstilla ehf um leigu á veiðirétt Hítarár, hliðarána og Hítarvatns en Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Hluthafar í félaginu eru þeir Haraldur Eiríksson og Reynir Þrastarson, sem báðir þekkja vek til árinnar. 

Hítará eitt og tvö, gáfu 708 laxa í sumar. Strax í byrjun sumars var farið að tala um að þeir sem leigðu ána myndu ekki vera með hana næsta  sumar og það kæmu nýir leigutakar að ánni. En fyrst átti að veiða síðasta lax sumarsins áður en samningur yrði undirritaður við nýjan leigutaka. Nú hefur nýr samningur litið dagsins ljós.