Fréttir

Ytri Rangá heldur toppsætinu

Hrafnhildur Jóhannesdóttir með flottan lax úr Eystri–Rangá Mynd/Jógvan

„Þetta var helvíti skemmtilegur veiðitúr með konunni í Eystri–Rangá, fengum laxa og við vorum að hætta undir lokin, þegar hún setur í lax,“ sagði Jógvan Hansen þegar við heyrðum í honum, ný kominn af Eagles tónleikum með Vigni og Matta, sem sannarlega hafa slegið í gegn.

„Við áttum flug um kvöldið til útlanda og konan var ennþá að veiða í Eystri–Rangá og vorum orðin of sein. Ég  var bara farinn úr veiðidótinu þegar konan setur í lax alveg undir lokin og allir orðnir seinir en þetta slapp allt. Laxinn kom á land og við náum fluginu,“ sagði Jógvan um veiðitúrinn í Eystri.

En Eystri–Rangá er í öðru sæti yfir laxveiðiárnar með 2347 laxa en Ytri–Rangá með 3334 laxa. Síðan kemur Miðfjarðará 1334 laxa, lokatala, svo Þverá Kjarrá 1306 laxa, lokatala þar líka. Svo kemur Selá í Vopnafirði með 1234 laxa, lokatalan.

Veiðin hefur oft verið betri en í ár, en það kemur sumar eftir þetta sumar en hvernig það verður veit bara enginn um.