„Það jókst einungis lítillega vatnið í Hrútafjarðará en nóg til að sett var í sex laxa í morgun og tveim landað,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum og bætti við; „nokkuð líflegt sögðu veiðimenn á morgunvaktinni. Og í gær komu tveir laxar á land úr Maríubakka og þar af var annar 93 cm (sjá mynd) sem er þá sá stærsti í sumar. Bleikjuveiðin hefur verið betri en undanfarinn ár og nokkuð vænar líka. Lítil ástundun hefur verið í hliðarár Jöklu og nánast ekkert vatn er í Laxá og Fögruhlíðará! Kaldá heldur vatni betur og sá sem veiddi þar síðast fyrir helgi fékk 80 cm hrygnu ofarlega í Kaldá í Lundahólum. Góð bleikjuveiði hefur aftur á móti verið í ósunum í ágúst. Vonandi fer að rigna fyrir austan því töluverður lax virðist einnig vera að bíða í ármótum við jökulvatnið í Jöklu og hliðarám,“ sagði Þröstur enn fremur.
Eldra efni
Líf og fjör við Elliðaárnar í morgun
Það var margt um manninn við opnun Elliðaánna í morgun en einn lax var kominn á land þegar síðast var vitað. Mikið hefur gengið af fiski síðustu daga í árnar og byrjun veiðitímans gæti orðið góð. „Mér lýst vel á
Vatnslitlar veiðiár – nú þarf að rigna vel og lengi
Veiðin þessa dagana er langt frá því að vera góð, reyndar frekar slöpp víða, enda árnar orðnar vatnsminni og fiskurinn kemst ekki á milli hylja í mörgum laxveiðám. Veiðitölur á milli vikna segja sína sögu. Kíkjum aðeins á veiðimestu árnar, Þverá í
Maríulaxinn hjá Björgvini
„Ég bauð dóttursyni mínum Björgvini Orra Maginnis að vera með mér eina vakt í Laxá á Ásum,“ sagði Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson í samtali um maríulaxinn. „Við byrjuðum vaktina á að fara í Ausuhvamm, engin hreyfing, færðum okkur svo ofar í
Brunakuldi en veiðimenn fá ýmislegt á færið
„Já það hreinsunardagur við Hlíðarvatn í Selvogi og það var kalt en það veiddist eitthvað af fiski,“ sagði Róbert Rósmann og bætti við; „það hafa verið svona á milli tíu og tuttugu veiðimen að reyna eftir að búið var að
Dorgveiðin nýtur mikilla vinsælda
Um 100 manns komu saman á ísilögðu Mývatni um helgina til að dorga. Viðburðurinn er partur af Vetrarhátíð við Mývatn en þá geta gestir og gangandi prufað að dorga í boði Veiðifélags Mývatns. Dorgið nýtur alltaf gífurlegra vinsælda á Vetrarhátíðinni
Frábær veiði í Hólaá
„Við settum í þrjátíu fiska og tókum tíu en slepptum hinum, mikið af fiski þarna núna og allt urriði,” sagði Atli Valur Arason sem hefur verið duglegur að veiða með konunni, meðal annars í Hólaánni sem rennur úr Laugarvatni. Áin