Fréttir

Veiðiárnar að þorna upp á stórum svæðum – rigningaspár ekki að rætast

„Við vorum í Miðá í Dölum fyrir fáum dögum og þetta eru bara hamfarir, ekkert annað, fengum fimm bleikjur,“ sagði veiðimaður sem reyndi eins og hann gat í vikunni við erfiðar aðstæður og vatnsleysi.

„Það var mikið af fiski á nokkrum stöðum torfur en hann fer ekki neitt,“ sagði veiðimaður enn fremur.

Árnar á stóru svæði á Vesturlandi og vestur í dali eru við það að þorna og svo virðist sem rigningin sem átti að koma um helgina hafi hreinlega  þornað upp. Því miður verður engin rigning og það boðar ekki gott.

Á myndunum sem teknar voru í dag sést að staðan er alls ekki góð, heldur verulegar slæm. En á myndum Maríu Gunnarsdóttur sést þetta svart á hvítu.