Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í Langá í gær þegar hún setur í tröllvaxinn 94 sm lax. Undir var undraflugan Silver Sheep #14 og stóð baráttan lengi fir enda vildi veiðikonan ekki taka of fast á þessum stórfiski þar sem hún var ekki með taum fyrir svona átök. Laxinn tók í Myrkhyl (nr. 8) og stjórnaði hann ferðinni algörlega til að byrja með en hægt og rólega náði Hrafnhildur að smokra laxinum upp á Breiðuna (9) þar sem honum var landað innan um fjölda áhorfenda sem bar að garði til að fylgast með baráttunni. Það var erfitt að segja til um hvor var þreyttari eftir átökin, veiðikonan eða laxinn, þannig að ekki var farið í miklar myndatökur af veiðikonu og laxi.
Eldra efni
Laxinn sprautast inn en er alveg áhugalaus
„Við enduðum í tveim löxum en settum í fimmtán fiska en þeir tóku grannt. Nýi laxinn, sem var að sprautast inn, er gjörsamlega áhugalaus að taka neitt,“ sagði Guðmundur Jörundsson þegar við heyrðum í honum í Flekkudalsá á Fellsströnd. „Já fiskurinn tekur
Sumarið byrjar í Elliðaánum
„Ég og sonur minn Hilli erum bara bæði mjög bjartsýn á komandi sumar í veiðinni,“ sagði Sigríður Símonardóttir, þegar hún var spurð um komandi sumar. Á næstu vikum munum við velja út nokkra veiðimenn víða um land og fá svar við spurningunni: „hvernig
Flott veiði í Straumunum
„Veiðin gekk vel hjá okkur í Straumunum í Borgarfirði og við lönduðum sjö vænum sjóbirtingum og þremur fallegum smálöxum,“ sagði Aðalgeir Hólmsteinsson, sem var að koma úr skemmtilegri ferð í Straumunum. „Það var mikið af fiski þarna í vatnaskilunum og
4600 laxar hafa veiðst í Ytri-Rangá
Veiðitíminn er á síðustu metrunum þetta árið en ennþá er veiddur lax í Ytri og Eystri-Rangá og sjóbirtingsveiðin er á fullu. Veiðimenn eru að gera flotta veiði víða eins og fyrir austan Klaustur. „Við vorum í Ytri-Rangá í vikunni og fengum
Laxinn er alla vega á leiðinni
„Nei við höfum ekki séð lax í Laxá í Kjós ennþá“ segir Haraldur Eiríksson í Kjósinni og sama streng tekur Brynjar Þór Hreggviðsson við Norðirá. „Nei ekki ennþá en það er flott vatn en erfitt að skyggna ána. Mikið vatn og
Pæling um maðkveiði
Það eru alls konar vangaveltur í maðkaveiðinni varðandi það hvernig beita skuli. Þegar maður var að byrja að þræða maðki á öngulinn heyrði maður hinar og þessar ráðleggingar. „Alltaf að hafa 2 maðka.“ „Skipta reglulega um maðk þó að sá sem sé á