Fréttir

Rólegt við Hreðavatn í gosmekkinum

Staðan við Hreðavatn um helgina /Mynd María Gunnarsdóttir

„Veiðin gengur rólega, búinn að fá nokkra litla fiska,“ sagði veiðimaður, sem við náðum sambandi við í skóginum við vatnið. Veiðimenn á öllum aldri voru að veiða við Hreðavatn en fiskurinn var frekar smár.

Við Hreðavatn um helgina.    Mynd /María Gunnarsdóttir

„Ég var þarna um daginn og fékk nokkra en aðeins einn og einn var sæmilegur. Fiskarnir, mest urriðar, eru frekar smáir, en útiveran er góð,“ sagði annar veiðimaður sem var að veiða í vikunni við Hreðavatn.

Gosmökkur lá yfir vatninu um helgina en þokan faldi það hálfpartinn . Fínt er að fara þarna til veiða með fjölskyldunni, allir geta veitt ódýrt en bara að vera með Veiðikortið, sem dugir við veiðiskap víðar um landið.