Fréttir

Aðeins að sprautast inn fiskur

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með flottan lax úr Hallá

Svo virðist sem laxinn hafi aðeins komið í síðasta flóði og ekki eins mikið af fiski og menn áttu von á. Göngurnar hefðu mátt vera kraftmeiri, miðað við aðstæður. Vatnið er sæmilegt í ánum þessa dagana.

„Já við félagarnir vorum að veiða í Hallá um síðustu helgi og það er aðeins að sprautast inn fiskur í ána,“ sagði Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, sem var við veiðar í Hallá en hann er farinn að heimsækja ána á hverju ári.

„Skúli Sigurz og Atli Már voru með mér að veiða, góðir veiðimenn, fengum tvo laxa og misstum þrjá. Það var fiskur að ganga í neðstu staðina, við sáum nokkra laxa þar. Fiskurinn var byrjaður að ganga í ána í síðustu flóðum,“ sagði Elías Pétur að lokum.