Við Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi en aðeins hefur kólnað síðan /Mynd María Gunnarsdóttir

„Það er engin veiði núna en hefur verið ágæt,“ sagði veiðimaður okkur sem stundar bryggjurnar í Hafnarfirði af kappi og veiðir mikið. Margir hafa byrjað veiðiskap sinn á bryggjum landsins og veitt þar sína fyrstu fiska og sá veiðiskapur heldur áfram víða um land en kannski hefur landslagið breyst aðeins, fleiri og fleiri eldri veiðimenn stunda bryggjur landsins. Það eru reyndar heilu hóparnir af erlendum veiðimönnum sem er iðnir við kolann næstum því alla daga árins, sama hvernig viðrar, eljann er ótrúleg og veiðinaflinn eftir því. 

Menn hópa sig saman til að veiða og gefa ekkert eftir. Veiða og sleppa er hlutur sem enginn í þessum hópum þekkir og hafa aldrei heyrt af. „Til þess er leikurinn ekki gerður að sleppa neinu. Veiði er veiði.“

Mynd. Við Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi en aðeins hefur kólnað síðan. Mynd María Gunnarsdóttir