Troðfullt Opið hús

„Það var fullt útúr dyrum, frábær mæting,“ sagði Helga Gisladóttir, sem var auðvitað mætt á Opið hús í gærkvöldi þar sem átti að tala um stórlaxana en hún er viðburðastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur og skipurleggur alla viðburði félagsins.
Frábært stórlaxakvöld var í Rafveituheimilinu í Elliðaánum í gærkveldi og nokkrir af bestu veiðimönnum landsins – stórlaxarnir Nils Folmer Jorgensen, Sigþór Steinn Ólafsson og Vala Árnadóttir mættu og deildu þekkingu sinni, sögðu veiðisögur og kenndu okkur hinum að veiða fleiri og stærri laxa.
„Þetta var stórfróðlegt og margir veiðimenn mættir á staðinn, það þarf fleiri svona kvöld,“ sagði veiðimaður á kvöldinu og bætti við; „það var gaman að hlusta á þessa veiðimenn fræða okkur hin um stórlaxana.“