Fréttir

Andakílsá uppseld og nýtt glæsilegt veiðihús byggt við ána

Séð út um gluggann á nýja veiðihúsinu við Andakílsá

Vel hefur gengið að selja veiðileyfi í Andakílsá og er áin uppseld í ár og biðlisti hefur myndast eftir veiðileyfum.  Það eru fleiri jákvæðar fréttir af Andakílsá. 
Veiðifélag Andakílsár hefur í vetur unnið að byggingu nýs veiðihúss við Andakílsá sem verður tilbúið áður en veiðin hefst þann 20. júní.   
Gamla veiðihúsið var fjarlægt og byggt 168 fermetra timburhús á sama stað.  Hið nýja veiðihús er hið glæsilegasta með fjórum svefnherbergjum og miklu og stóru rými þar sem útsýni er til fjalla og yfir hluta árinnar. 
Það ætti því að fara vel um veiðimenn sem fara til veiða í Andakílsá í ár.