Fréttir

Kuldaboli bítur en fiskurinn tekur

Það hefur verið kalt á Þingvöllum en fiskur að veiðast

Það hefur verið kalt síðan vorveiðin byrjaði og lítið að hlýna næstu daga. En veiðimenn reyna víða og það veiðast fiskar en mætti vera heldur meira. En einhvern tímann hlýnar auðvitað. 

„Ætli það hafi ekki veiðst um 30 fiskar, var orðið gott, nennti ekki meiru,“ sagði Nils Folmer Jorgensen þegar við heyrðum í honum á Þingvöllum í dag en hann hefur verið að veiða á ION svæðinu síðustu tvo daga.

Nils Folmer Jorgensen

„Maður hvílir sig og veiðir á milli með góðu fólki, það var kalt og ekki hægt að veiða stóran hluta tímanns, snjór hérna í dag. Þetta er fín byrjun á veiði,” sagði Nils enn fremur.

„Við reyndum en það var ís á stórum hluta Leirár,“ sagði Hafsteinn Már Sigurðsson en ekki hefur verið hægt að veiða í ánni síðan hún opnaði og verður ekki alveg strax. Það þarf að hlýna verulega.