Heiðar Logi á Hafravatni

Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur alla vega frá áramótum, eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Það á við víðar um allt  land  þar sem menn fara með borinn og renna fyrir fisk.

„Við veiddum bara þennan eina fisk en þetta var annars fínt,“ sagði Heiðar Logi Elíasson, sem var við veiðar á Hafravatni um helgina. „Já það voru margir að veiða víða um vatnið,“ bætti Heiðar Logi við.

Hafravatn hefur verið vinsælt í dorgveiðinni í vetur og veiðimenn veitt þar ágætlega, Meðalfellsvatnið er líka vinsælt en það hefur hlýnað síðustu daga og betra að passa þykktina á ísnum áður lagt er til atlögu við ísilagt vatnið.

„Það er gott að nota dagsbirtuna, maður veit aldrei hvenær fiskurinn tekur,“ sagði Heiðar Logi að lokum.