Hið gríðarvinsæla veiðihlaðvarp Þrír á stöng hefur loks göngu sína á ný eftir sumar- og veiðifrí. Eins og oft vill verða í góðum hollum þá verða mannabreytingar og kemur maður í manns stað. Jón Stefán og Árni Kristinn taka sér kærkomna hvíld og inn kemur Benedikt Þorgeirsson sem er flestum stangveiðimönnum kunnugur og mun hann stýra þættinum í vetur ásamt Hafsteini. Benedikt hefur þegar heimsótt strákana í þáttinn ásamt því að gestastýra þætti svo hann ætti að koma sterkur inn. Fyrir þá sem ekki þekkja til kauða þá er Benedikt helst þekktur fyrir að vera silungsveiðimaður og afbragðs fluguhnýtari og er maðurinn á bak við flugur eins og Finnska Bobbann og Bloody Friskò. Samanlögð reynsla Hafsteins og Benedikts ætti að fleyta hlustendum í gegnum veturinn og vonandi veita fróðleik með aðstoð vanra manna og góða skemmtun.
Eldra efni
Hin árlega dorgveiðikeppni í Hafnarfirði
Hin árlega dorgveiðikeppni sumarnámskeiðanna í Hafnarfrirði fer fram miðvikudaginn 22. júní við Flensborgarbryggju. Keppnin, sem stendur yfir frá kl. 13:30-15:00 er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn
Engin veiði núna
„Það er engin veiði núna en hefur verið ágæt,“ sagði veiðimaður okkur sem stundar bryggjurnar í Hafnarfirði af kappi og veiðir mikið. Margir hafa byrjað veiðiskap sinn á bryggjum landsins og veitt þar sína fyrstu fiska og sá veiðiskapur heldur
Stokkurinn var fullur af eldislaxi í Hrútafjarðará
„Við sáum fullt af eldislaxi í Stokki í Hrútafjarðará, helling fyrir nokkrum dögum og það hefur komið á daginn þetta reyndist rétt, hann var nákvæmlega þarna,“ sagði veiðimaður sem var við veiðar í ánni um daginn og bætti við; „það var
Hvað hafa veiðimenn oft háfað rangan lax?
Þessi frábæra mynd náðist í Urriðafossi í Þjórsá fyrir nokkrum árum, þegar makkerinn hávaði rangan lax. Það koma dagar þar sem fossinn algjörlega fyllist af laxi og þá eru laxar í öllum holum og kimum. Kannski ekki skrítið að þetta gerist
„Þetta var sko skemmtilegt“
„Það var skemmtileg á barna og unglinga deginum í Elliðaánum í morgun, en ég fékk flottan lax og það var barátta að landa honum,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson en það dagur fyrir unga veiðimenn sem var í Elliðaánum í dag og þar reyndu ungir
Fiskar á land
„Við Emil og faðir hans frá bandaríkjunum vorum mættir í Hóla um klukkan níu að morgni síðast liðinn miðvikudag,“ sagði Anton Karl og bætti við; „hitastig var um tvær gráður og hífandi norðanátt, alvöru vorveður.“ Feðgarnir áttu bókaða veiði fyrir norðan heiða