Fréttir

Tilhugalífið á fullu við Hauku og laxinn mættur á svæðið

Staðan tekin við Haukadalsá í Dölum. Mynd: /María Gunnarsdóttir

Það er allt að komast á fleygiferð við laxveiðiárnar þessa dagana og laxinn að mæta í árnar. Þjórsá er byrjuð að gefa laxa og Norðurá opnar á morgun, Blanda daginn eftir. Haukadalsá í Dölum byrjar ekki fyrr en 20. júní og staðan var tekin við hana í gær.

Það var stórfrólegt að sjá staumandarpar á fullu í tilhugalífinu við ána enda hafa þær tekið sér þar bólfestu og verið þarna til fjölda ára. Og rétt fyrir neðan parið í hylnunum Blóta lágu tveir laxar 7 til 8  punda. Þeir voru ekkert að æsa sig enda örugglega nýkomnir upp ána. En stórkostlegt dýralíf eins og fleira í Haukadalnum í gær.

Fiskurinn vakti á Hauskadalsvatni og þar voru fleiri fuglar að valsa um.