Fréttir

Erfitt að sjá hvort hann er mættur… en þó

Staðan við Elliðaárnar í dag, vatnsmikil og smá lituð /Mynd GB

„Ég hef ekkert séð ennþá af laxi enda ansi mikið vatn, kíkti líka í Korpu í gær og þar voru bara fuglar í ósnum, en það styttist í að hann mæti,“ sagði áhugasamur veiðimaður sem var að kíkja í Elliðaárnar í dag. Laxinn er væntanlegur á hverri klukkustund upp í árnar – og jafnvel mættur.

Hann er kominn í Borgarfjörðinn í Hvítá fyrir nokkru og hann hefur sést stökkva í sjónum fyrir utan Borgarnes. Allt er þetta að koma og það verður Þjórsá sem opnar fyrst allra laxveiðiáa þetta sumarið.

„Það verður spennandi að opna fyrir veiði,“ segir Stefán Sigurðsson um opnun Þjórsár, síðan opnar Norðurá í Borgarfirði.
En það var allt með kyrrum kjörum við Elliðaárnar í dag, áin vatnsmikil og erfitt að sjá hvort fiskur var mættur, aðeins litað vatnið sem ekki bætti úr skák.

En eitthvað sjást skjótast – eitthvað.

Mynd. Staðan við Elliðaárnar í dag áin smá lituð og vatnsmikil. Mynd GB