Fréttir

Feðgar við veiðar í Eystri Rangá

Axel Arnar á bökkum Eystri Rángár

Þeir feðgar Jóhann Axel og Axel Arnar Thorarensen áttu góðar stundir við bakka Eystri Rangár um daginn. Þeir byrjuðu á svæði þrjú um morguninn og áttu svo svæði níu eftir hádegi. Það var blíðskaparveður þennan dag og fiskur að stökkva en tregur í töku. Þrátt fyrir allt settu þeir í tvo fiska en náðu ekki að landa þeim því þeir vildu ekki í háfinn.
„Þetta var alveg frábær dagur hjá okkur þó við náðum ekki að landa laxi,“ sagði Jóhann Axel. „Þetta er eitthvað sem við munum gera aftur á næsta ári og örugglega árlega,“ sagði Jóhann einnig. „Það er alltaf gaman að koma og veiða í Eystri Rangá, áin er bæði skemmtileg og fjölbreytt og svo er starfsfólkið yndislegt og hann Gunnar veiðivörður alltaf með hlýtt viðmót,“ sagði Jóhann að lokum. 
Eystri Rangá hefur gefið 3600 laxa en Ytri Rangá  4750 laxa.