Fréttir

Flottir fiskar á urriðasvæðinu

Örn Helgason með urriðann sem var 70 sentimetra.

Veiðin á urriðasvæðinu í Þingeyjarssýslu hefur verið góð það sem af er veiðitímanum og veiðimenn verið að fá fína veiði. þeir hafa að veiðast vel vænir og stórir og einn svoleiðis kom þar á land í gærkveldi.

„Ég er mjög sáttur með fiskinn og þetta var gaman,” sagði Örn Helgason með 70 sentimetra urriðann sem hann landaði undir það síðasta í gærkveldi. „Fiskurinn tók Zebra mich númer 18 rétt fyrir tíu og var landað landað tíu mínútur yfir tíu.  

Við erum alltaf að veiða hérna 4. til 7. júní og ég hef veitt á urriðasvæðinu í fimmtán ár í heildina en þessi hópur hefur verið saman hérna í átta ár,“ sagði Örn enn fremur