Fréttir

Fengu yfir tvö hundruð fiska í gær

Þorsteinn Bachmann með hann á

„Það hefur verið ævintýraleg veiði í dag og það veiddust hátt í 200 fiskar í dag, þetta gengur mjög vel,“ sagði Þorsteinn Bachmann leikari, sem hefur verið við á urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit ásamt fleiri vöskum veiðimönnum.

Flottur urriði kominn á land

Urriðaveiðin hefur verið góð síðan svæðið opnaði og fiskurinn vel haldinn. „Já þetta gengur vel, allir að fá flotta fiska og gaman að þessu en við erum að veiða fram á sunnudag. Maður er að veiða bæði urriða og bleikjur,“ sagði Þorsteinn ennfremur.

Silungsveiðin fer víða vel af stað núna og fiskurinn er vænn.