FréttirOpnun

Byrjaði mjög vel – leiðinda veður eftir hádegi

Árni Friðleifsson með flottan urriða

„Veiðin var frábær í morgun en kolvitlaust veður eftir hádegi og áin orðin brúnlituð,“ sagði Árni Friðleifsson sem var í hópi hörku veiðimanna, sem opnuðu urriðasvæðið í Laxá í Mývatnssveit og bætti við; „já flott fyrir hádegi en erfitt eftir hádegi og þá sérstaklega á efstu svæðunum næst Mývatni, þar er rokið 17 til 20 metrar á sekúndu,“ sagði Árni enn fremur.

Og Bjarni Júlíusson var þarna líka, sem sagt hörku veiðimenn á ferðinni. „Það komu 100 fiskar í morgun, mokveiði,“ sagði Bjarni og bætti við; „fiskurinn er einstaklega vel haldinn, stór og flottur. Þetta er með betri byrjun hérna eins var í fyrra, þá veiddist vel líka.“