DorgveiðiFréttir

Sjaldan betri aðstaða til dorgveiða – ísinn hnausþykkur

Mynd /Litháinn með fiskinn stóra sem hann dorgaði í Hafravatni, 14 punda urriða
Við Hafravatn

„Við fórum upp í Borgarfjörð um daginn og vestur á Mýrar, fengum nokkra fiska og ísinn er hnausþykkur þessa dagana. Maður þarf að hafa helling fyrir því að bora sig í gegnum ísinn núna, þetta var ansi góð útivera en skíta kuldi skal ég segja þér Bender, skítkalt,“ sagði veiðimaður sem fór á dorgveiðar fyrir skömmu og veiddi nokkra silunga.

Aðstaðan er fín þessa dagana, ísinn þykkur og fiskurinn í alveg þokkalegu tökustuði, það er fyrir mestu. Það þarf að klæða sig vel og kanna veðurspár, þá er ekkert að vandbúnaði til ferðalaga og renna fyrir fiski undir frosnu yfirborðinu.