FréttirSportveiðiblaðið

Nýtt Sportveiðiblað á næstu dögum

Jólablað Sportveiðiblaðsins er farið í prentun. Í þessu tölublaði er farið um víðan völl eins og vanalega.

Í þessu tölublaði er viðtal við stjörnubakarann Jóa Fel, við eigum forsíðuviðtal við Brynjar Þór Hreggviðsson en hann veiðir mikið bæði með byssu og á stöng. Einnig er flott viðtal við Önnu Leu Friðriksdóttur varðandi Grænlandsferð veiðifélagsins Barmanna og Árni Baldursson segir okkur frá veiðum í Kanada. Í blaðinu er ný og glæsilegt veiðistaðalýsing á efra svæði Stóru-Laxár auk þess sem fjölmargir veiðimenn og -konur birta pistla og veiðisögur í blaðinu.

Það ætti því enginn að fara í jólaköttinn þó svo bókaútgáfa sé af skornum skammti um þessi jól!

Við vonum að prentun gangi hratt fyrir sig þó svo mikill annatími sé í prentsmiðjum landsins á þessum tíma árs – þannig að áskrifendur fái blaðið sem fyrst.