Verpur aðallega neðan 300 m hæðarlínu, í mýrum, hólmum og grónum eyjum, á ár- og vatnsbökkum eða í kjarri og lyngmóum, oft í dreifðum byggðum, alltaf í nánd við vatn þar sem gæsirnar geta leitað athvarfs með ófleyga unga og þegar þær eru í sárum. Hreiðrið er dæld í gróður. Eru utan varptíma gjarnan í ræktuðu landi, t.d. túnum, ökrum og kartöflugörðum, en einnig í votlendi.

Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is