Matthías Stefánsson með sjóbirting

Sjóbirtingsveiðin gengur víða ágætlega þó best hafi hún gengið fyrstu dagana eins og oft er í byrjun þegar árnar opna fyrir veiðimenn.  Veðrið hefur verið gott og fiskurinn að gefa sig eins og Laxá í Kjós þar veiðifjölskyldan Harpa Hlín Þórðardóttir, Stefán Sigurðsson og sonur þeirra Matthías upplifðu. Og veiðin gekk vel, „það var góð veiði hjá okkur í Kjósinni á flottum góðviðrisdegi“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir okkur um veiðina í Laxá í Kjós. „Vatnið í ánni hafði sjatnað eftir miklar rigningar og við fengum 20 sjóbirtinga. Stefán og Matthías veiddu tvo þá stærstu 80 sentimetra. Þetta var flottur veiðitúr,“ sagði Harpa enn fremur.

Sigurður með fisk
Stefán SIgurðsson með 80 cm sjóbirtinginn


Mynd: Harpa Hlín og Matthías