„Við félagarnir erum nýkomnir úr viku veiðitúr að austan í heiðagæs og hreindýri,“ sagði Sigfús Heiðar og bætti við; „fannst okkur sláandi hvað var mikið minna af heiðagæs en undanfarin ár sem kemur kannski ekki á óvart í ljósi aðstæðna í vor á varptíma. Á „okkar“ svæði var þetta mjög áþreifanleg fækkun miðað við undanfarin ár. Fórum við víða um heiðarnar og sáum samt slangur af fugli en þá aðallega frekar stóra hópa, væntanlega mikið af geldfugli. Ekki að ég haldi að þetta hafi stórkostleg áhrif á stofninn þar sem hann stóð styrkum stoðum fyrir þetta áfall. Held samt að menn ættu vel að ná sér í matinn, við komum amk nokkuð sáttir og allir með í matinn. En ljósi punturinn í þessari ferð var hvað við sáum mikið af rjúpunni, hænur með svona 8 til 10 unga hver. Það er held ég ljóst að rjúpan hafi ekki verið orpinn þegar hretið skall á, þannig að maður getur hlakkað til næsta veiðitímabils,“ sagði Sigfús enn fremur.
Eldra efni
Nóg komið
Gunnlaugur Stefánsson: Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun
Engum þarf að leiðast
Veiðimenn geta huggað sig við að þótt ekki sé hægt að renna fyrir fiski þá er hægt að stytta biðina með því að hlusta á veiðitengd hlaðvörp. Nú hefur hlaðvarpið Þrír á stöng hafið göngu sína á ný en það
Margir á rjúpu og fuglinn ljónstyggur
Margir héldu til rjúpna um helgina til að freista þess að að ná í jólamatinn en tíðarfarið þessa dagana er ótrúlegt og minnir á köldustu sumardagana fyrr í sumar. Já það fóru margir á rjúpu víða um land og við heyrðum i
Gott hnýtingakvöld
Fimmtudaginn 22. febrúar s.l. var hlaðvarpsþátturinn Þrír á stöng með hnýtingarkvöld á Malbygg taproom í tilefni Febrúarflugna. „Já, við ákváðum að skella í gott hnýtingarkvöld fyrst það er nú Febrúarflugur í fullum gangi og það er bara svo gaman að
Veiðin hófst í morgun
Nokkrir knáir veiðimenn voru mættir við Vífilsstaðavatn í morgunsárið. „Já það voru nokkrir mættir við vatnið í morgun a.m.k. fjórir vakir veiðimenn og sumir byrjaðir að kasta“, sagði Ingimundur Bergsson sem var mættur á veiðislóð í morgun. Og sjóbirtingsveiðin byrjaði líka í dag
Veiðigleði í Urriðafossi, 722 laxar á land
„Verslunarmannahelgin hefur staðið fyrir sínu að þessu sinni þar sem veðurblíðan lék við þessa veiðimenn sem fóru í Urriðarfoss í gær,“ sagði Anton Guðmundsson og bætti við: „Þessir kappar nutu hverrar mínútu og fengu að upplifa mikla veiði gleði í ánni. Laxinn