Fréttir

Það rigndi ókristilega – sjóbirtingur að hellast inn

Bjarki Bóasson með einn góðan sjóbirting
Jakob Sindri flottan sjóbirting

„Við vorum að klára Geirlandsá og svo Elliðaárnar í fyrramálið, það er alltaf eitthvað verið að veiða,“ sagði Bjarki Bóasson sem var að hætta í Geirlandsá á hádegi í dag og bætti við; „við fengum þrettán fiska en áin fór í kakó, það rigndi svakalega. Það komu göngur og við fengum átta fisk í morgun. Það rigndi eiginlega  ókristilega í gær og áin fór úr 4 í 29 rúmmetra, sem er nákvæmlega sjöföldun í vatnasmagni. Næstu holl eiga eftir að veiða vel, það komu stórar göngur inn í nótt og í morgun. Áin hefur eitthvað verið að gefa upp á síðkastið en næstu dagar verða veislur eftir allt þetta regn,“ sagði Bjarki ennfremur.

Marteinn Már með 81 cm lax