Fréttir

Skógá öll að koma til eftir frekar mögur ár

Dagný Lilja við Skógá

„Þetta er allt að fara á fleygiferð í Skógá þessa dagana og veiðimenn að fá fína veiði síðustu daga en mest veiðast hængar hjá okkur þetta er bara veisla núna,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson sem kom Skógá á kortið fyrir nokkuð mörgum árum svo um munaði, en Eyjafjallagosið stoppaði veisluna.

Dagný Lilja með laxinn

„Vika um daginn gaf 40 laxa og einn 94 sentimetra fisk, en við mættum veiða fleiri hrygnur,“ sagði Ásgeir ennfremur.

Áin er komin yfir 100 fiska og það er allt í lagi,  besti tíminn eftir og aldrei að vita hvað gerist, fiskar ennþá að ganga og veiðimenn að fá góðan afla. Vatnið var gott í ánni þegar við renndum framhjá um helgina og veiðimenn á bakkanum, alla vega tveir að veiða en heldur fleiri erlendir ferðamenn voru að skoða Skógarfoss, svona er þetta bara.