FluguveiðiFréttir

Ein yngsta fluguveiðikonan í Langá

Ása María 9 ára með laxinn úr Langá

„Opunin í Langá á Mýrum var í fínu lagi og það veiddust laxar, bara þræl góð byrjun,“ sagði Jógvan Hansen sem lenti í skemmtilegu veiðidæmi með dóttur sinni daginn eftir opnunardag.

Jógvan Hansen aðstoðar Ásu Maríu

„Já það gerðist ævintýri við Langá en dóttirin setti í fyrsta flugulaxinn sinn, en hún hlýtur að vera ein af þeim yngri sem hefur veitt lax í ánni á flugu. Hún Ása María  er 9 ára, henti út sjálf og setti í þessa fallegu hrygnu. Svo festist hjólið og ég þurfti að taka aðeins við og draga inn línuna með höndunum. Þetta var bara fjör allan tímann og gaman að þessu skal ég segja þér,“ sagði Jógvan enn fremur.