FréttirOpnun

Horfir allt til betri vegar næstu daga – eftir miklar rigningar

Þórður Geir Þorsteinsson með flottan lax úr Kjarrá á fyrsta degi

Úrkomumagnið sem hefur fallið til jarðar síðustu daga er ekkert smáræði eins og var í Grundarfirði í vikunni. Öfgarnar í veðrinu eru orðnar ótrúlegar hin seinni árin. En það hefur stytt upp í bili og árnar að komast í fínt form aftur.

„Það var erfitt í gærkvöldi, já áin í kakó, tveir laxar uppfrá a seinni vaktinni þannig átta úr ánni, sagði Egill Ástráðsson staðarhaldari við Þverá og Kjarrá en mikið hefur rignt á svæðinu síðustu daga.

Þórður Geir Þorsteinsson í Kjarrá

„Þetta verður strax betra á morgun við höfum fengið staðsetningu á meiri fisk en í opnun undanfarin ár og vonandi verður veisla þegar vatnið fellur,“ sagði Egill enn fremur.

Opnunin í Þverá og Kjarrá hefur rignt burt en allt horfir til betri vegar. Það má einnig segja um Norðurá sem hefur verið að gefa vel frá byrjun og það er byrjað að sjatna í vatnsmagninu.