Fréttir

Allt önnur veðrátta á urriðaslóðum

Sigurjón Bjarni Bjarnason með urriða í dag /Mynd: Bjarni

„Þetta er allt að koma en áin fór í kakó í gær í rokinu og það var rólegt í morgun, en ég spái góðu kvöldi á urriðaslóðum,“ sagði Bjarni Júlíusson í dag staddur á urriðasvæðinu í Mývatnssveit og eftir kalsa veður þar í gær er allt að komast í betra lag.

„Við vorum komnir með nokkra eftir hádegi og vindinn er að lægja verulega, fáum fína veiði í kvöld en verðum að veiða fram á hádegi á fimmtudag. Við eigum fín svæði eftir hérna, Hafstað, Geirastaði og Hofstaðaey,“ sagði Bjarni enn fremur.

Já veðrið var víða slæmt á veiðisvæum og þá sérstaklega um Hvítasunnuna. „Lurkur í veðrinu,“ eins og silungsveiðimaður í Skagafirði orðaði það, „ég kom bara alls ekki færinu út með neinu móti, sama hvað ég reyndi.