Fréttir

Rólegt á bökkum Elliðavatns

Fallegt við Elliðavatn /Myndir María Gunnarsdóttir

„Við höfum búið á Íslandi í rúmt ár og förum mikið að veiða, ég og konan mín,“ sagði John Petersen Dani, sem flutti til landsins og með mikla veiðidellu eins og þau bæði en við hittum þau við Elliðavatn í fyrradag. 

Daninn John Petersen við Elliðavatn

„Ég er ekki búinn að veiða neitt núna en varð tvisvar var áðan,“ sagði John sem hélt áfram að kasta flugunni.  Veiðin hefur verið ágæt í vatninu það sem af er en mest er að veiðast af urriða en minna af bleikjunni ennþá. Vænir urriðar hafa komið á land víða um vatnið síðan veiðin byrjaði í vor.

Sigfús Sigfússon að draga inn fluguna

Sigfús Sigfússon var að veiða þarna á sama tíma en var ennþá fisklaus, vonaðist til að fá bráðum fisk. Lítið var um aðra veiðimenn á svæðinu, einn og einn að hlaupa en ekki að veiða. En ágæt veður var þarna og veiðimenn sem voru hinu meginn í vatninu fyrir fáum dögum fengu nokkra urriða, þó ekki neitt stóra.