Fréttir

Flottar bleikjur úr Vífilstaðavatni

„Kíkti aðeins í Vífilsstaðavatn í dag (annan í páskum) og fékk tvær fínar bleikjur og einn lítinn urriða, var þarna í nokkra tíma,” sagði Ásgeir Ólafsson í samtali við Veiðar.

„Vatnið var aðeins gruggugt eftir rokið síðustu daga en flugan var aðeins að koma upp í vatninu. Fiskurinn var þó ekkert að sýna sig í yfirborðinu. Það styttist í að vatnið fari í gang,“ sagði Ásgeir enn fremur.

Vatnið hefur byrjað rólega og lítið veiðst ennþá en allt er þetta að koma með tímanum og hlýnandi veðurfari.