Fréttir

Gordon Ramsay með flottan lax í Tungufljóti

Ferð Gordons Ramsay hér á landi heldur áfram en hann er mikill veiðiáhugamaður og fór í Sogið við Þrastalund og síðan í Tungufljót að veiða. Hann fékk fiska á báðum stöðum og setti í þennan flotta lax í Tungufljótinu, en veiðin þar í sumar hefur verið góð.

Gordons Ramsay þykir prýðilegur veiðimaður og frábær kokkur og til í að spjalla um matargerð. Þetta er i níunda skiptið sem hann kemur hingað til að veiða og skemmta sér með vinum sínum. 

Mynd. Flottur lax í Tungufljóti.