FréttirSportveiðiblaðið

Haustblað Sportveiðiblaðsins er komið út!

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins var að koma út og ætti að vera á leið til áskrifenda sem og á alla helstu sölustaði.

Í blaðinu má finna flott viðtal við Guðrúnu Hildi Jóhannsdóttur laxveiðikonu og Matthías Þór Hákonarson leigutaka Mýrarkvíslar. Gunnar Helgason leikari með flott efni og veiðistaðalýsingar fá sinn sess en veiðistaðir í Andakílsá eru teknir fyrir í þessu tölublaði.

Hvað er betra en að grípa Sportveiðiblaðið og lesa meðan beðið er eftir rigningunni!

Takk fyrir sumarið og megi haustið koma fagnandi!