Fréttir

Flottur maríulax í Reykjadalsá

Við áttum fína daga í Reykjadalsá  í Borgarfirði þó að veiðin hafi verið róleg. Skemmtilegasta upplifunin var þegar afastrákurinn minn Gústaf Leó fékk maríulaxinn sem veiddist í klettshyl. Laxinn var 65 sm. 

Eins og ég sagði fyrr þá var veiðin róleg en við höfðum það mjög gott og skemmtum okkur konunglega.

Reykjadalsa hefur gefið um 70 laxa og síðasta holl veiddi 18 laxa.

Með í för var vinur minn Hallur Ægir Sigurðsson,Freydís dóttir hans og Amalía Eik barnabarn Halls.