Fréttir

Einn sit ég og kasta flugunni

Það var sannkölluð sumarblíða við Vífilsstaðavatn í kvöld og aðeins einn veiðimaður að kasta flugunni, en mikill gróður er kominn í vatnið og erfitt að festa ekki í honum þessa dagana. En af lipurð var flugunni kastað, fiskur var að vaka, en hann var að éta aðrar flugur. Svona var þetta við vatnið í kvöld, ekki amarleg staða í blíðunni.

Fullt af fólki við vatnið að labba eða skokka, veðurblíðan var númer eitt og það var María Gunnarsdóttir sem tók myndina eins og fleiri hérna á síðunni hjá okkur.

Mynd. María Gunnarsdóttir.