RjúpanSkotveiði

Styttist í rjúpnaveiðina – hefst 1. nóvember

„Auðvitað er maður orðinn spenntur að byrja veiðina en veðurfarið er ótrúlegt þessa dagana og stór hluti landsins snjólaus í byrjun. Mér sýnist þetta veður verði áfram næstu daga,“ sagði skotveiðimaður sem var kaupa skotfærin og stefnir norður í land á rjúpu.

En veiðimenn ætla á rjúpu víða um landið en þeir eru beðnir um að veiða hóflega að þessu sinni og sölubann er áfram eins og verið hefur síðustu misserin. 

Við ætlum að kíkja upp á Holtavörðuheiði á fyrsta degi og sjá hvernig veiðin fer á stað en margir rjúpnaveiðimenn byrja á heiðinni og í Bröttubrekku, fyrstu daga veiðitímabilsins. Veðurspáin er einmuna blíða og verður því athyglisvert að sjá hvernig veiðin gengur en ekki má byrja hana fyrr en á hádegi þriðjudaginn 1. nóvember og frammí myrkur. Svo má ekki veiða fyrr en næsta föstudag.