Ritan er einkennismáfur fuglabjarga og úthafsins. Er á stærð við stormmáf. Fullorðin rita er blágrá á baki og yfirvængjum, með alsvarta vængbrodda en að öðru leyti hvít á fiður. Á veturna eru hnakki og afturháls gráir, svartar kámur á hlustarþökur. Ungfugl og fuglar á fyrsta vetri eru eins og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi til höfuðsins en auk þess með svartan hálfkraga á afturhálsi. Bak er eins og á fullorðnum ritum, ofan á vængjum eru svartir V-laga bekkir. Svört rák er á stéljaðri, stélið lítið eitt sýlt. Á fyrsta sumri hverfur svarta stélbandið og tveggja ára fuglar eru svipaðir fullorðnum. 

Ritan er mikill sjófugl sem sést oft á hafi úti fjarri landi en sjaldan inn til landsins. Hún er ákaflega létt og lipur á flugi, hringsólar oft kringum fiskibáta og steypir sér eftir æti eins og kría. Afar félagslynd.


Mynd: María Gunnarsdóttir
Fræðiheiti: Fulmarus glacialis
Fuglavefurinn.is