Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni. Karlfuglinn er blágrár að ofan, með dekkri vængbrodda og dökkan stélsenda, ryðrauður að neðan og á hnakka, svartrákóttur á bringu og kviði, með ljósbrúna kverk og skálmar. Hann er minni en kvenfugl. Kvenfugl og ungfugl á fyrsta vetri eru dökkbrún að ofan, sterkrákótt að neðan en grunnliturinn er hvítur eða mógulur. Stélið er dökkbrúnt með mógulum rákum. Bæði kyn eru með óljósa skeggrák. 

Smyrillinn er lipur og harðfylginn veiðifugl sem flýgur hratt yfir móa og grundir og þreytir oft bráð sína með því að elta hana. Vængjatökin eru hröð og flugið létt, hann svífur sjaldan og hnitar lítið. Ýmist sjást fuglarnir stakir eða í pörum.

Fæða og fæðuhættir: 
Fuglar, frá þúfutittlingum og upp í dúfur, en þó aðallega smáfuglar, bæði fullorðnir og ungar. Tekur einnig hagamýs.

Fræðiheiti: Falco columbarius

Fuglavefurinn