Fuglaskoðun bætir líðan fólks
Vissuð þið að fuglar og gróður í næsta nágrenni  eykur hamingju fólks?

Í þættinum Samfélagið á Rás 1 var umhverfisspjall við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem vildi nefna eitthvað jákvætt á þessum drungalegu tímum neikvæðrar loftslagsskýrslu og stríðs.


Náttúruskoðun og  fuglaskoðun fólks hefur verið rannsökuð og er vísindalega sannað að náttúruskoðun og sérstaklega fuglaskoðun hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks og dregur úr þunglyndi.  Fjöldi fugla í þéttbýli eykst með meiri gróðurþekju og hefur það bein áhrif á líðan fólks að vera með meiri gróður og þar af  fleiri fugla í næsta umhverfi.

Hér er hægt að hlusta á umhverfisspjallið https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5q3/umhverfisspjall-hafdis-hanna-fuglar-og-lidan

Myndir: Bognefur, brandendur og æðafugl