Fréttir

Jökla komin á yfirfall

Jökla fór á yfirfall 1. ágúst og í gær var því fyrsti dagurinn þar sem veiði var eingöngu í hliðarám Jöklu með 6 stangir. Erlendir veiðimenn eru að veiðum og settu í 3 laxa í Kaldá og náðu einum eins og sjá má á mynd hér. Annar lax kom svo úr Fögruhlíðará í morgun. Sjóbleikjuveiðin hefur tekið kipp í Fögruhlíðarós og við ós Kaldár við Jöklu á skilunum þar og hér má leiðsögumann og veiðikonu með eina þeirra. Og stærðirnar eru góðar og mjög vænar bleikjur inn á milli

Jokla hefur gefið 433 laxa og töluvert af silungi.