Fréttir

Frábær staða í janúar – snjórinn að hverfa

Fallegt við Þórufoss í Laxá í Kjós /Mynd: María Gunnarsdóttir

„Þetta er fljótt að breytast allt á stuttum tíma, ég var að koma að norðan og snjórinn minnkar með hverjum deginum, sagði veiðimaður sem við heyrðum í nýkomnum að norðan og það var eins og á sumardegi að keyra vegina.

Staðan var frábær í janúarlok en síðan hefur hlýnað verulega, alla vega síðasta hálfa mánuðinn og snjórinn horfið á stórum hluta landsins. Flóð í nokkra daga og enginn veit hvaða afleiðingar þau hafa haft fyrir framtíðina.
„Þetta verður vonandi ekki þurrkasumar og hann rigni eitthvað,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

Já allt er breytingum háð, 33 dagar í að sjóbirtingsveiðin hefjist fyrir alvöru. Veiðimenn hafa aldrei hnýtt flugur eins og núna, febrúarflugurnar slóu öll met í hnýtingum víða um land. Gaman að sjá yngri og yngri veiðimenn hnýta flugur.