„Þessi tók grænan nobbler í Flögubakka í Eldvatni við Kirkjubæjarklaustur og  hann tók á strippi, hefur elt alveg að landi áður en hann negldi hana,“ sagði Jón Ingi Sveinsson hress með fiskinn.
„Hann tók góða roku út en stoppaði svo og lagðist í smá stund. Baráttan var búin eftir það og formsatriði að landa honum. Hann var alveg búinn. Hann reyndar spriklaði svakalega þegar hann kom á grunnt vatn en svo búið. Við mældum hann 79 sm og hann var alveg hnausþykkur. Ég þori ekki að giska á viktina en hann var þungur. Annars kom einn birtingur á land og misstum tvo þessa fyrstu vakt hollins. Mikil tilhlökkun fyrir morgundeginum,“ sagði Jón Ingi ennfremur.

Mynd. Jón Ingi Sveinsson hress með fiskinn.