Fréttir

Ytri Rangá að detta í tvö þúsund laxa

Laxveiðin togast áfram þessa dagana, hafbeitarárnar að gefa og náttúrulegu veiðiárnar líka. Það þarf ekki kvarta með rigninguna, það er miklu meira en nóg af henni víða og alltof mikið sumstaðar. Ytri Rangá er á toppnum.

„Staðan hérna við Ytri Rangá er þannig núna að áin stendur í 1999 löxum,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við spurðum hann í gærkvöldi, en Ytri Rangá hefur gefið flesta laxana í sumar og Stefán bætti við; „klukkan 7.15 í fyrramálið verður hún komin í 2000 þúsund laxa.“

Næsta veiðiá fyrir neðan er Eystri Rangá síðan Þverá í Borgarfirði og Norðurá einnig í Borgarfirði, kringum 1000 laxa hvor. Urriðafoss í Þjórsá kemur þar næst og svo Miðfjarðará.

 

Mynd. Fjórir laxar komnir á land í Ytri Rangá og allir jafn stórir.