Fréttir

20 punda lax í síðasta kasti

Hörður Heiðar Guðbjörnsson með 20 laxinn

„Já þetta var síðasti veiðitúr sumarsins og endirinn gat ekki verið betri,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson í skýjunum í kvöld og stærsti lax hans til þessa kom á land í Ytri Rangá í kvöld.

„Fiskurinn var 97 sm og sagður 20 punda, minn stærsti. Ég hafði áður veitt 90 sm í Kaldá og hann var 16,17 pund. Laxinn í Ytri Rangá  tók rauða france túbu og tók í síðasta kasti, ekki hægt að hafa þetta betra. Var með fiskinn á í einar 40 mínútur og veiðistaðurinn við Tjarnarbreiðu, fékk einn áður sem var 77 sm á sama veiðistað. Þetta sumar er búið að vera flott nokkrir laxatúrar, stærsti laxinn minn og flottir veiðitúrar á Skagaheiðina, sem er alltaf meiriháttar,“ sagði Hörður í lokin.

Ytri Rangá er á toppnum með 4860 laxa og Eystri með 3660 laxa eins og staðan er í kvöld