Fréttir

Laxinn farinn að skríða upp Hvítá á hverjum degi

„Þetta er nákvæmlega tíminn sem laxinn er byrjaður að skríða upp Hvítá í Borgarfirði og upp í árnar, stærri laxinn jafnvel fyrr.“ Svo sagði Björn J. Blöndal í Langholti í Borgarfirði sem sannarlega kunni að lesa í vatnið og veiddi þá marga stóra í Borgarfirðinum. Veiðimenn eru orðnir spenntir víða, biðin styttist eftir veiðitímanunum þetta árið eða eins og veiðimaðurinn Brynjar Þór annar af sölustjórum Norðurár í Borgarfirði segir, „ég tel að við fáum gott veiðisumar.“

„Þetta verður fínt sumar,“ segir Jógvan Hansen, sem mun opna Langá á Mýrum ásamt fleiri vöskum veiðimönnum.  Og hann er orðið spenntur eins og fleiri veiðimenn. Já laxinn er á leiðinni, veiðimenn geta vart beðið og einum fréttum við af sem æfir sig út í garði á hverjum degi þegar konan sér ekki til. Þess á milli talar hann endalaust um veiði. Svona er þetta hjá sumum þessa dagana. Allt hálf skrítið.

Mynd. Laxinn skríður undir brúna á hverju degi þessa dagana. Mynd María Gunnarsdóttir.