Ólafur Guðmundsson með risafisk

„Já við erum að opna Minnivallarlæk 1.apríl, hörkuveiðimenn og það verður spennandi að sjá hvernig gengur. Það er búið að taka veiðihúsið við lækinn heldur betur í gegn,“ sagði Þröstur Elliðason þegar hann var spurður um opnun Minnivallarlæk í Landsveit. En á nokkrum dögum hefur staðan heldur betur batnað með opnun  á vorveiðina og kominn hiti eftir hörkufrost í margar vikur.

Ólafur Guðmundsson með risafisk en hann kann tökin á þeim

Ísinn er enda að hverfa úr ánum þessa dagana og spáin næstu daga hlýnandi veður. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar við opnum en Varmá við Hveragerði opnar ekki strax, einhver bið verður á því. „Ég ætla í Hólaá við Laugarvatn og bíð spenntur að renna fyrir fisk fyrsta daginn,“ sagði Björn Hlynur Pétursson og fleiri veiðimenn taka í sama streng, „við erum að opna Leirá Leirársveit,“ segja Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir. Við munum fylgjast með.